Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir vilja Úkraínu til að hefja friðarviðræður við Rússa eins fljótt og auðið er.
Þessi yfirlýsing kemur nokkuð á óvart eftir þróun mála seinustu daga og ekki síst fund Zelensky með Bandaríkjaforseta þar sem hann sagði að ekki væri hægt að semja við Pútín.
Í færslu á X undirstrikar Zelensky að Úkraínumenn þrái frið og að enginn vilji binda endi á stríðið meira en úkraínumenn sjálfir.
Hann segir að Úkraína sé tilbúin að setjast að samningaborðinu „eins fljótt og auðið er“ og ítrekar vilja sinn til að vinna með Donald Trump að því að tryggja „frið sem mun endast.“
Mikilvæg skref í átt að vopnahléi
Zelensky leggur til fyrstu skrefin í átt að vopnahléi, sem fela í sér:
• Fangaskipti þar sem stríðsfangar verða látnir lausir.
• Stöðvun allra loftárása tímabundið, sem myndi banna notkun flugskeyta, langdrægra dróna og sprengjuárása á orkuver og borgaralega innviði.
• Skjót viðbrögð við að koma á vopnahléi á sjó, að því gefnu að Rússar fylgi sömu reglum.
„Við viljum ljúka stríðinu sem allra fyrst,“ skrifar Zelensky og tekur fram að Úkraína ætli sér að vinna náið með Bandaríkjastjórn að samkomulagi.
Viðurkennir að fundurinn í Hvíta Húsinu hafi misheppnast
Í yfirlýsingunni minnist Zelensky sérstaklega á stuðning Bandaríkjanna og viðurkennir að síðasti fundur hans í Hvíta húsinu á föstudag hafi ekki gengið sem skyldi.
„Þetta er miður og það er kominn tími til að gera hlutina á réttan hátt,“ skrifar hann og segist vilja að samskipti og samstarf við Bandaríkin verði byggð á jákvæðari nótum framvegis.
Zelensky bendir einnig á að Úkraína sé tilbúin að undirrita samkomulag við Bandaríkin um námusamninga og öryggismál „hvenær sem er og í hvaða formi sem er“ og sér það sem mikilvæga tryggingu fyrir friði á svæðinu.
Hægt er að sjá yfirlýsingu Zelensky í heild sinni hér fyrir neðan.
I would like to reiterate Ukraine’s commitment to peace.
None of us wants an endless war. Ukraine is ready to come to the negotiating table as soon as possible to bring lasting peace closer. Nobody wants peace more than Ukrainians. My team and I stand ready to work under…
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 4, 2025