Auglýsing

Meloni – Ítalía mun ekki senda hermenn til Úkraníu

Ítalski forsætisráðherrann Giorgia Meloni hefur hafnað áformum Breta og Frakka um að senda hermenn til Úkraníu til að taka þátt í átökunum sem þar geisa. Þá gagnrýnir hún bæði Breta og Frakka fyrir tillöguna þar sem slík ákvörðun myndi hafa afdrifaríkar afleiðingar í samskiptum Evrópu við bæði Rússa og Bandaríkin.

Þá sakaði hún Emanuel Macron, forseta Frakklands, um að tala fyrir hönd annarra þjóða án þess að hafa til þess umboð. Ljóst er að það er ekki samhugur á meðal Evrópuþjóða um næstu skref. Meloni, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2022, hefur lagt áherslu á að stuðningur Ítalíu við Úkraínu verði áfram í formi fjárhagsaðstoðar, mannúðaraðstoðar og afhendingu. vopna, frekar en beinni hernaðarlegri þátttöku.

Í yfirlýsingu sagði hún að markmið Ítalíu væri að styðja við sjálfstæði Úkraínu og stöðugleika í Evrópu, en án þess að draga ítalska hermenn inn í átökin. „Við viljum ekki blanda okkur beint inn í stríðið, heldur styrkja Úkraínu til að verja sig,“ sagði Meloni á blaðamannafundi nýverið.

Samkvæmt skoðanakönnun Statista eru 42% Ítala ánægðir með störf Meloni samanborið við 20% Frakka sem eru ánægðir með Macron og 27% Breta ánægðir með Starmer.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing