Auglýsing

Sigmundur Davíð hæðist að hagræðingartillögum ríkisstjórnarinnar og kallar ferlið sýndarmennsku

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer hörðum orðum um hagræðingaráætlun ríkisstjórnarinnar í tveimur nýlegum færslum á Facebook síðu sinni.

Hann gagnrýnir ferlið sem „skondið ævintýri“ og gerir lítið úr framsetningu stjórnvalda á tillögum sínum.

Fer yfir það sem honum finnst að

Í færslunni notar Sigmundur Davíð háðslegan tón og raðar upp ferli hagræðingarinnar í skrefum, sem hann telur sýna vandræðaganginn á ferlinu öllu:

1. Kynning á sparnaðarmarkmiðum – Hann bendir á að stjórnvöld hafi í upphafi lagt áherslu á að verið sé að vinna í að draga úr ríkisútgjöldum og að almenningur fái tækifæri til að leggja sitt af mörkum með hugmyndum.

2. Mikill áhugi í samfélaginu – Almenningur skilar inn 10.000 tillögum sem síðan eru sendar til starfshóps og gervigreindar til úrvinnslu. Sigmundur dregur í efa hvort þessi vinnubrögð séu raunveruleg stefnumótun eða einfaldlega aðferð til að fresta ákvörðunum.

3. Niðurstöður kynntar með pompi og prakt – Úr verður „glæsileg“ kynning á 60 sparnaðarleiðum en þó skortir alla útfærslu. Sigmundur bendir á að áherslan virðist vera á að hafa glærurnar sem flestar frekar en á raunverulegar aðgerðir.

4. Sparnaðurinn á að koma síðar – Þrátt fyrir þessa kynningu kemur í ljós að meirihluti sparnaðarins á sér ekki stað á þessu kjörtímabili, heldur á því næsta. Hann segir það sýna að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að axla ábyrgð á eigin tillögum.

5. Forsætisráðherra tekur afstöðu – Hann bendir á að forsætisráðherra sjálfur hafi tekið skýrt fram að þetta séu ekki tillögur ríkisstjórnarinnar heldur hugmyndir sem ráðuneytin geti valið að framkvæma eða ekki.

6. Fjármálaráðherra undirstrikar ábyrgðarleysi – Enn fremur er haft eftir fjármálaráðherra að um sé að ræða hugmyndir almennings fremur en stefnu stjórnvalda. Sigmundur leggur áherslu á þá þversögn að kynna sparnað sem ríkisstjórnin tekur ekki ábyrgð á.

7. Endurteknar skýringar á því hvað þetta er (eða er ekki) – Að lokum segir hann að stjórnvöld virðist sífellt þurfa að minna á að þetta séu ekki eiginlegar tillögur, að margt hafi komið fram áður og að þrátt fyrir allt sé mögulegt að spara 7 milljarða króna á næsta ári.

Bara dropi í hafið

Sigmundur segir að þessar tillögur séu ómarkvissar og ekki í takt við umfang vandans en fjárlagahallinn frá 2017 til 2026 nemi 1.000 milljörðum.

Hann gefur til kynna að ríkisstjórnin sé ekki að sýna raunverulega leiðtogahæfni í efnahagsmálum heldur sé hagræðingarumræðan fyrst og fremst sett upp sem sýndarmennska án raunverulegra aðgerða.

Hægt er að sjá færslur Sigmundar í heild sinni hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing