Auglýsing

Íslenska konan sem sökuð er um gróft áreiti svarar ásökununum

Nútíminn sagði nýlega frá færslu karlmanns á samfélagsmiðlum þar sem grófu áreiti sem hann segist hafa orðið fyrir er lýst. Færslan segir frá hrollvekjandi eltihrelliseinelti en konan sem um ræðir er íslensk og hefur starfað sem kennari unglinga í barnaskóla.

Maðurinn segir frá því að konan hafi áreitt hann í heilt ár með alls kyns aðgerðum, þar á meðal skorið á dekk, dreift rangfærslum og sent skilaboð til hans nánustu fjölskyldu. Í færslunni er því lýst hvernig áreitið hafi verið langvarandi og alvarlegt og hvernig það beindist að fjölskyldu mannsins, þar á meðal börnum og að enga hjálp hafi verið að fá frá lögreglu.

Maðurinn fullyrti einnig að konan hafi logið upp á nemendur í skólanum þar sem hún starfaði, þar sem haldnir höfðu verið foreldrafundir sem byggðu á fölskum upplýsingum þar sem konan þóttist vera móðir dóttur mannsins sem hún var að áreita. Þá hafði hún einnig reynt að hafa samskipti við dóttur hans á samfélagsmiðlum.

Karlmaður kvartar yfir skelfilegu áreiti frá kvenkyns kennara sem staðið hefur yfir í rúmt ár – Lögregla aðhefst ekkert

 

Vildi að fréttin yrði fjarlægð

Konan fór þess á leit við blaðamann að fréttin yrði tekin út og fullyrti að upplýsingar í henni væru ekki réttar en Nútíminn hafnaði þeirri beiðni og stendur við fréttina, enda hún byggð á traustum heimildum og gögnum sem Nútíminn hefur undir höndum.

Hún sendi þó frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem við birtum í heild sinni hér að neðan:

„Undanfarið hef ég orðið fyrir meinsögnum og ærumeiðandi ummælum á Facebook frá aðila sem ég þekki ekki persónulega.

Fullyrðingar sem viðkomandi birtir eru hvorki byggðar á staðreyndum né sannleika, heldur bein ósannindi sem er aðeins til að sverta mitt mannorð.

Samkvæmt almennum hegningarlögum er bókstaflega bannað að dreifa ósannindum um einstakling ef þau geta valdið ærumeiðslu eða tjóni, ég er nafngreind og mynd birt af mér.

Ég er sökuð um að dreifa alls konar upplýs­ingum á hinum og þessu samfélagsmiðla-aðgöngum sem ég kannast ekki við, og verður þetta rannsakað hjá lögreglu sem ég hef leitað til og er að aðstoða mig.

Sem betur fer er hægt að skoða uppruna slíkra færslna, hvaðan IP aðgangurinn er kominn og hver er að stofna aðgangana og þá mun sannleikurinn koma í ljós!

Þó það sé frelsi til tjáningar felur það ekki í sér réttinn til þess að sverta mannorð annarra. Fólk sem þekkir mig vel veit sem betur fer að ég á ekki þessa hlið að geyma og hef ég fengið fjölmörg skilaboð send þar sem fólk einfaldlega skilur ekki hvernig hægt sé að tala svona um aðra.

Ég þarf að læra að velja betur fólkið í kringum mig því mér þykir reynslubanki minn af óheiðarlegu fólki vera orðinn ágætlega fullur og sýnir það sér í ummælum við færsluna hjá viðkomandi.

Börnin mín eru leið og sár að horfa upp á mömmu sína verða fyrir endalausu áreiti, þau eru að verða líka fyrir því.

Vildi stundum ég óska þess að ég hefði aldrei stigið inn í þetta vonda samband sem ég var í síðast því þetta eru afleiðingarnar af því að standa með sjálfri sér og vita að þetta samband var ekki gott.

Hann er reiður því ég tók af honum lúxusinn sem hann fékk upp í hendurnar, eignar­laus og bíllaus.

Ég lét nota mig og fjölskylduna mína sem ég vildi að ég gæti tekið til baka.

Þessir menn þekkjast svo þeirra markmið er aðeins til að áreita mig og fengu versta fjölmiðla landsins með sér í lið, ritstjórinn þar ætti að þekkja það að verða fyrir ærumeiðingum á internetinu.

Enn ég ætla ekki að gefast upp núna.

Ég hef aldrei vanið mig á það.

Fólk ákveður hverju það vill trúa en ég er sterkari enn þessi aðili sem er að birta um mig færsluna.

Ég þarf ekki á þessari hjarðhegðun að halda til að boozta egóið mitt, ég stend með sjálfri mér og er ekki haldin þessari athyglissýki til að láta vorkenna mér.

Ég vildi birta smá færslu til að sýna frá að ég er hér enn, mjög leið og sár enn ekki búin að gefast upp!“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing