Eins og hálfs árs gamalt barn lést í umferðarslysi á gatnamótum Vesturlandsvegar og Vestfjarðarvegar í Borgarfirði á fimmtudag, eða rétt við Bröttubrekku. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá þessu á Facebook.

Fólksbíll og rúta rákust þar saman en tuttugu manns voru í rútunni en þrír í bílnum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en aðrir eru ekki alvarlega slasaðir.