Maður sem slapp úr fangelsi í Púertó Ríkó fyrir tæpum 40 árum var handtekinn í Flórída, að sögn lögreglustjórans í Lee-sýslu.
Jorge Milla-Valdes slapp úr Púertó Ríkó fangelsi árið 1987. Dómsmálaráðuneyti Púertó Ríkó taldi að hann byggi undir nafninu Luis Aguirre.
Sakaferill hans í Ameríku, inniheldur rán og grófa líkamsárás vopn með banvænu vopni í Monroe-sýslu í Flórída, að sögn sýslumannsembættisins.
Jorge var líka grunaður um að lifa undir fölsku flaggi í Florida og aðeins tveimur klukkutímum eftir að fingraförin voru borin saman við fingraförin frá Puerto Rico var hann handtekinn af lögreglunni.
Þegar hann var handtekinn viðurkenndi hann að hann hefði lifað sem Luis í 40 ár og segir líka við lögregluna að „þeir hafi ekki viljað hann aftur“ í Puerto Rico. Lögreglumaðurinn svarar því á einfaldan máta og segir „Núna vilja þeir fá þig aftur“.