Auglýsing

Baráttudagur kvenna var 8. mars og enn berjast konur fyrir rétti sínum til að stunda íþróttir

Baráttudagurinn var um allan heim, fyrir konur, kvenkyns einstaklinga. Þessar dásemdar verur bera XX litninga, geta orðið ófrískar og fætt barn.

Þannig færa þær heiminum fleiri líf hér á jörðinni með aðstoð karlmanns.

Íþróttastúlkur þá

Konur hafa í gegnum tíðina barist fyrir mörgu. Engin baráttumál eru án átaka.

Þegar konur börðust fyrir iðkun íþrótta í útlöndum, á 19. öld, varð mörgum karlmanninum ekki um sel.

Það þótti óviðeigandi að stúlkur stunduðu íþróttir, ögrun við viðtekin gildi og viðmið. Ýmislegt var gert til að koma í veg fyrir það. Tókst ekki.

Konan var veikara kynið í íþróttum og spratt upp úr öðrum jarðvegi en íþróttir karla. Víða um hinn vestrænan heim varð mikil umræða um þátttöku kvenna í íþróttum. Á Íslandi var þessi umræða í mýflugumynd.

Við sjáum í dag, konur gáfu sig ekki. Það mega stúlkur þakka formæðrum sínum.

Íþróttastúlkur nú

Barátta kvenna heldur áfram í íþróttunum þrátt fyrir viðurkenninguna að þær hafa fullan rétt til íþróttaiðkunar. Engin íþróttagrein er undanskilin.

Konur hafa víða látið að sér kveða. Verðlaun, met og skólastyrkir hafa stúlkur þegið í anda íþróttanna. Þær þjálfa mikið og standa sig vel. Íþróttaiðkun er þeirra ástríða.

Kvenþjálfarar eru víða um heim í hinum ýmsum íþróttagreinum. Jafnrétti kynjanna er að mestu náð í íþróttheiminum, þó ekki alveg.

Enn vantar að konur fari fyrir Íþróttasamböndum og félögum. Launamunur er enn þar sem laun eru greidd. Kannski kemur það einn daginn.

Skuggi yfir baráttunni

Nú ber svo við að stór skuggi hefur lagst yfir kvennaíþróttirnar, sér í lagi í útlöndum. Konur berjast enn og aftur fyrir tilverurétti kvennaíþrótta.

Á undanförnum árum hefur alþjóð fylgst með, að karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, eru allt í einu gjaldgengir í kvennaíþróttir.

Karlmenn sem eru sterkari, hávaxnari, með lengri hand- og fótleggi og úthaldsmeiri hirða nú verðlaun kvenna, met kvenna, skólastyrki kvenna og gleði kvenna sem hafa þjálfað árum saman til að ná árangri og á verðlaunapall.

Stúlkur hafa mátt horfa á eftir um eitt þúsund titlum í hendur karlmanna.

ENN BERJAST KONUR FYRIR ÍÞRÓTTUNUM.

Sorglegra en orð fá lýst

Þetta er dapurleg staðreynd.

Ef konur rísa ekki upp og berjast fyrir stúlkur sem leggja svo mikið á sig til að ná árangri í íþróttagrein sinni hverfa margar stúlkur af vettvangi.

Margar konur styðja ekki við baráttu þessara stúlkna, sem er í reynd ótrúlegt. Baráttan er að fá karlmenn út úr íþróttum kvenna.

Sumar konur bregða jafnvel fæti fyrir stúlkur sem heyja þessa baráttu. Baráttan kostar blóð, svita og tár.

• Þessi barátta er á pari við að stúlkur fái að mennta sig í þeim löndum þar sem slíkt er bannað.
• Þessi barátta er jafn verðmæt og að konur fái að ráða yfir eigin líkama.
• Þessi barátta er á við, að konur fái að stjórna á fjármálamarkaðnum.
• Þessi barátta er á pari við að kona geti verið forseti og svo mætti lengi telja.

Þetta er kvennabarátta, enn og aftur.

Lokaorð

Stúlkur eiga sér draum. Þær eiga sér þann draum að landar þeirra og allur heimurinn leggist á sveif með baráttu þeirra til að halda kvennaíþróttum fyrir konur.

Agata Christie sagði; ,,Ef það sem er staðreynd kemur ekki heim við hugmynd þína, láttu þá hugmyndina víkja, ekki staðreyndina.“

Gleðilegan baráttudag konur!

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing