Nýlega vísaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, á bug ásökunum um að Rússland hyggist ráðast á Evrópu eftir innrásina í Úkraínu.
Hann sagði slíkar fullyrðingar vera „algjört bull“ og hluta af hræðsluáróðri sem vestræn stjórnvöld noti til að réttlæta aukin útgjöld og skerðingar á lífskjörum eigin borgara.
„Þetta er eingöngu gert til að hræða íbúa sinna ríkja og kreista út úr þeim meiri peninga, sérstaklega nú þegar efnahagslífið versnar og lífskjör falla,“ sagði Pútín.
Hann hélt því fram að Vesturlönd sjálf væru að beita valdi sínu á heimsvísu á meðan þau saka Rússland um útþenslu.
„Þetta er ekki áróður, þetta er einfaldlega staðreynd. Allir viðurkenna þetta,“ bætti hann við.
Haldið þið að við séum brjálaðir?
„Hver fann upp á þessu? Þetta er tómt rugl, skiljið þið? Bull! En þetta væri fáránlegt, nema að því leytinu til að þetta þjónar pólitískum tilgangi – að halda sínu eigin fólki í ótta,“ sagði Pútín.
Hann hélt því fram að vestræn ríki noti þessa hræðsluáróðursherferð til að réttlæta aukna fjárveitingu til Úkraínu og til að réttlæta eigin aðgerðir heima fyrir.
„Skoðið hernaðarlegan styrk NATO, skoðið styrk Rússlands. Og hvað? Haldið þið í alvöru að við séum brjálaðir?“ bætti hann við.