Auglýsing

Mikil reiði vegna íslenskrar atvinnuauglýsingar sem sögð er full af kynþáttahatri

Umdeild atvinnuauglýsing vakti hörð viðbrögð í Facebook hópnum ‚Vinna með Litlum Fyrirvara‘ eftir að ákveðnum þjóðernishópum var meinað að sækja um störf.

Í auglýsingunni, sem var sett fram af notandanum Ásu Árnadóttur, var óskað eftir starfsfólki en sérstaklega tekið fram að umsóknir frá einstaklingum frá Austur-Evrópu, Asíu, Miðausturlöndum og Suður-Ameríku yrðu ekki teknar til greina.

Færslan í heild sinni

Færslan í heild sinni hljómar svona:

– Við leitum að lífsglöðu og skemmtilegu fólki,,,,,
nýr veitingastaður í Rvk

Hæfniskröfur :
– 20 ára eða eldri
– Kennitala
– Brennandi áhuga á mat og drykk
– Góð kunnátta í ensku

Fríðindi í starfi :

-Frítt fæði

-Samgöngustyrkur með strætó

-Heilsuræktarstyrkur

* Not considering Eastern European, Asian Middle Eastern and South American applicants *

Auglýsingin vakti strax mikla athygli og hneykslan meðal netverja, og margir bentu á að slík mismunun bryti gegn íslenskum lögum sem banna fordóma og mismunun á vinnumarkaði.

Viðbrögð við færslunni voru að mestu neikvæð, þar sem notendur fordæmdu hana og kölluðu hana rasíska.

Harðorð gagnrýni og fordæming

Fjöldi einstaklinga gagnrýndi auglýsinguna og notandann beint fyrir framgöngu sína. Margir bentu á að hún væri ólögleg og krefðust þess að málið yrði tilkynnt til viðeigandi yfirvalda.

• Sunneva María sagði: „Þannig þú ert að dæma heila kynþætti.. segðu bara að þú ert rasisti.“

• Kaja Balejko benti á lagalegar afleiðingar: „Þetta er ekki bara siðlaust heldur líka ólöglegt. Skammastu þín!“

• Gunnar Hörður Garðarsson vildi fá frekari upplýsingar: „Hvaða veitingastað ertu að reka? Það er fullt af fólki sem myndi forðast að versla við þig.“

• Kristófer Ísar Ingimundarson tók undir lagalega þáttinn: „Þessi mismunun á þjóðerni varðar við lög. Stéttarfélög ættu að vera vöruð við og fólk hvatt til að vinna ekki fyrir þig né stunda viðskipti við þig.“

• Matthew Parker deildi tengli á opinberar upplýsingar um jafnréttislög og benti á að þetta væri augljóslega ólöglegt.

Þá voru margir sem hvöttu fólk til að forðast þann veitingastað sem auglýsingin tengdist, þó ekki hafi komið fram hvaða fyrirtæki var um að ræða.

Ásakanir um falskan notanda

Þrátt fyrir mikla reiði yfir færslunni bentu þó sumir á að mögulega væri um gerviaðgang að ræða og að auglýsingin væri ekki raunveruleg.

Nokkrir notendur tóku eftir að prófíll Ásu Árnadóttur hafði engar sjánlegar fyrri færslur og lítil virkni, sem gæti bent til þess að hann hafi verið nýstofnaður í þeim tilgangi að skapa úlfúð á samfélagsmiðlum, en þó er ekki hægt að útiloka að um friðhelgisstillingar sé að ræða.

• Hildur Jones sagði einfaldlega: „Fake profile.“

• Edith Bech benti á að engin skráning væri til á nafni Ásu Árnadóttur í Íslendingabók fyrir árið 1997, sem gæti þýtt að notandinn væri ekki raunverulegur.

• Jósúa Einarsson sagði: „Er fólk ekki að fatta að þetta er fake? Það er einginn svona heims/ur að setja svona inn.“

• Arnór Ingi Bjarkason skrifaði: „Þetta hlýtur að vera rage bait…“

Hvort sem auglýsingin var sett inn af raunverulegum aðila eða gerviaðgangi er ljóst að hún hefur vakið miklar umræður um mismunun á vinnumarkaði og hvernig samfélagið bregst við slíkum ummælum.

Sé færslan ekki raunveruleg er engu að síður ljóst að margir gengu í gildruna, en hún stendur enn inni í hópnum þegar þetta er skrifað en ekki er hægt að vísa beint í færsluna í hópnum.

Auglýsingin umdeilda

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing