Lögreglan á Suðurlandi rannsakar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun.
Áverkar á manninum gefa til kynna um að hann hafi látist af völdum saknæmrar háttsemi, og er málið rannsakað sem manndráp.
Rannsókn málsins er á frumstigi en fimm einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við málið.
Lögreglan á Suðurlandi stýrir rannsókninni með aðstoð lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi, ásamt embætti héraðssaksóknara og sérsveit ríkislögreglustjóra.
Lögreglan hefur ekki veitt frekari upplýsingar á þessu stigi vegna rannsóknarhagsmuna.
Tilkynningu lögreglunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.