Auglýsing

Tulsi Gabbard varaði við þjóðernishreinsunum gegn kristnu fólki sem nú eru í gangi í Sýrlandi

Nýjustu fregnir frá Sýrlandi herma að hryðjuverkahópar tengdir Al Qaeda, sem nú styðja nýja ríkisstjórn landsins, hafi framið fjöldamorð á Alawítum og kristnum minnihlutahópum í landinu.

Samkvæmt Sýrlensku mannréttindavaktinni hafa öryggissveitir og vopnaðir menn með tengsl við stjórn landsins drepið yfir 340 óbreytta borgara á tveimur dögum, flestir þeirra Alawítar.

Varaði við þessu i janúar

Tulsi Gabbard, núverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), varaði öldungadeildina við þessari þróun á yfirheyrslu sinni í janúar. „Ég styð enga einræðisherra, en ég hata Al Qaeda,“ sagði hún og benti á hvernig bandarísk stjórnvöld hefðu áður kallað íslamista „uppreisnarmenn“.

Vitni á vettvangi lýsa hryllingi þar sem vígamenn Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hafa ráðist inn í heimili Alawíta, myrt fólk og rænt eigum þeirra.

„Ahmed al-Sharaa, leiðtogi HTS, hefur verið hylltur af Sameinuðu þjóðunum og evrópskum stjórnmálamönnum“

Kristnir hafa einnig orðið fyrir árásum. Greco-Levantines Worldwide greinir frá því að heil fjölskylda, þar á meðal ungabarn, hafi verið tekin af lífi af vígamönnum á föstudag.

Eitt vitni sagði við Fox News Digital: „Það er engin öruggut lengur. Við höfum hvergi skjól og enginn kemur okkur til varnar.“

Ætla að halda áfram

Ahmed al-Sharaa, leiðtogi HTS og nýr bráðabirgðaforseti Sýrlands, segir að stjórnin muni halda áfram að „sækja eftirstöðvar“ fyrrverandi stjórnvalda Bashar Assads.

Hann hefur verið hylltur af Sameinuðu þjóðunum og evrópskum stjórnmálamönnum, en gagnrýnendur benda á að hann sé fyrrverandi hryðjuverkamaður úr Al Qaeda og íslamska ríkinu.

Alawítar og kristnir í Sýrlandi krefjast nú verndar og alþjóðlegra aðgerða gegn ofbeldinu.

Sky News Australia gagnrýnir alþjóðasamfélagið

Ástralski fjölmiðlamaðurinn Peta Credlin hefur harðlega gagnrýnt alþjóðlega fjölmiðla og mannréttindasamtök fyrir að hunsa fjöldamorð á kristnum og öðrum minnihlutahópum í Sýrlandi.

Hún sagði þögn þeirra um blóðbaðið óásættanlega, sérstaklega í ljósi þess hversu mikla athygli átökin í Gaza hafa fengið.

Samkvæmt nýjustu tölum hafa yfir 1.000 manns verið drepnir í Sýrlandi undanfarna daga, þar af 745 óbreyttir borgarar.

Ef þú reynir að komast út, þá stöðva þeir þig og spyrja: ‘Hvað ertu? Kristinn? Alawíti?’ Og þá verður þú drepinn.“

Segir Credlin að um sé að ræða hefndarmorð sem spruttu upp í kjölfar átaka milli stuðningsmanna hins fallna forseta Bashar al-Assads og nýju íslömsku stjórnvalda landsins.

Sky News Ástralía hefur fengið myndbandsupptökur sem sýna líkin af fjölda fórnarlamba á götum úti við sviðin hús.

Í einu myndskeiði sjást líkin liggja í röð, sum með blóðslettur á nærliggjandi veggjum en Nútíminn ætlar ekki að birta myndskeiðin.

Lýsir árásunum sem algjörri slátrun

Í þætti sínum á Sky News sýndi Credlin ritskoðaða útgáfu af myndefninu og vitnaði einnig í viðtal við sýrlensk-ástralskan mann sem nýverið sneri aftur til Sýrlands til að jarða móður sína.

Hann lýsti hryllingnum:
Þetta er slátrun. Þetta er algjör slátrun… Dag eftir dag, fólki slátrað á hverjum degi – börnum, konum, mönnum, gömlu fólki. Þetta er algjörlega handahófskennt. Það er ótrúlegt.“

Hann bætti við að fólk fengi ekki að flýja. „Ef þú reynir að komast út, þá stöðva þeir þig og spyrja: ‘Hvað ertu? Kristinn? Alawíti?’ Og þá verður þú drepinn.“

Credlin sagði að hún væri enginn stuðningsmaður Assads, en bætti við að nýja stjórnin virðist annaðhvort beint taka þátt í fjöldamorðum, líta fram hjá þeim eða vera vanmáttug til að stöðva þau.

„Kannski er nýja stjórnin beinlínis meðsek í trúarhreinsunum, kannski lítur hún viljandi undan, eða kannski er hún einfaldlega vanmáttug. En trúarofsóknir virðast eiga sér stað í Sýrlandi eftir fall Assads.“

Credlin gagnrýndi einnig skort á fjölmiðlaumfjöllun um morðin:
„Fjölmiðlar fylla fréttirnar af ástandinu í Gaza, sem er hluti af stríði gegn hryðjuverkahópnum Hamas. En hvað með fjöldamorðin á saklausu fólki einfaldlega vegna trúar þeirra í Sýrlandi?“

Fleiri gagnrýna þögnina

Ayaan Hirsi Ali, rithöfundur og harðorður gagnrýnandi íslamskrar öfgahyggju, sagði í viðtali við Credlin að hún væri ekki hissa á þessum atburðum:
„Einn af hverjum sjö kristnum er ofsóttur í múslímskum ríkjum. Þetta gerist nú í Sýrlandi, en einnig í Írak, Nígeríu, Kirgisistan og Kasakstan.“

Hún bætti við að mannréttindasamtök og vesturlönd væru hljóð því þau óttuðust viðbrögð róttækra íslamista í eigin löndum.

„Leiðtogar Vesturlanda eru skelfingu lostnir. Þeir óttast að róttækir íslamistar hér muni byrja að gera það sama og þeir gera í Sýrlandi, Írak og Nígeríu.“

Sýrlandsstjórnin réttlætir aðgerðir sínar

Sýrlensk yfirvöld segja að ofbeldið hafi hafist á fimmtudag þegar stuðningsmenn Assads réðust á öryggissveitir nýrrar stjórnar og drápu 200 liðsmenn þeirra.

Hefndaraðgerðir jukust síðan þegar þúsundir vopnaðra stuðningsmanna nýju stjórnarinnar streymdu til strandborganna til að bæla niður uppreisnina.

Nýr forseti Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, sagðist í sjónvarpsávarpi á sunnudag ætla að elta uppi alla sem bera ábyrgð á blóðsúthellingunum.

Hann sagði að enginn myndi sleppa.

Þrátt fyrir tilraunir til að stilla sér upp sem leiðtoga sem sameinar land sitt er stjórn al-Sharaa enn talin hryðjuverkasamtök af mörgum ríkjum, þar á meðal Bandaríkjunum og Ástralíu.

Staðan í Sýrlandi versnar hratt, og á meðan voðaverkin halda áfram, gagnrýna sífellt fleiri skeytingarleysi alþjóðlegra stofnana gagnvart fjöldamorðum á kristnum og öðrum minnihlutahópum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing