Auglýsing

Tollastríð Kanada og Kína harðnar

Tollastríðið milli Kína og Kanada, sem hófst seint á árinu 2024, hefur nú harðnað verulega. Deilan átti upptök sín í október 2024 þegar Kanada lagði 100% tolla á kínverska rafbíla og 25% tolla á stál og ál.

Kínverjar hafa nú svarað með tollum á kanadískar landbúnaðar- og matvörur sem taka gildi
20. mars. Þessir tollar ná til vara að verðmæti yfir 2,6 milljarða bandaríkjadala.

Staða Kanadamanna er erfið. Á sama tíma og deila við Kínverja harðnar að þá eiga þeir einnig í tolladeilu við Bandaríkin en þessi tvö lönd eru mikilvægustu viðskiptalönd Kanada. Bandaríkin eru langmikilvægasti viðskiptaaðili Kanada, en útflutningur þangað er um 71,4% af öllum útflutningstekjum Kanada og Kína er næst stærsti viðskiptaaðili með um 5,4% af öllum útflutningstekjum Kanada.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing