Þýska landsliðið í fótbolta gekk frá því Brasilíska á Heimsmeistaramótinu í fótbolta fyrr í kvöld. Þjóðverjar skoruðu sjö mörk á móti aðeins einu marki Brasilíumanna, sem voru hreinlega ekki með í fyrri hálfleik.
Twitter fór á hliðina á meðan leikurinn stóð yfir og ætluðu notendur varla að trúa sínum eigin augum. Eftir að Þjóðverjar höfðu skorað fjögur mörk lofaði Björn Bragi Arnarsson, sem stýrir HM-stofunni á RÚV, að sitja á dreng sínum, þrátt fyrir góða hvatningu frá Steinda jr.:
Það verða engar myndlíkingar í hálfleik. #hmruv
— Björn Bragi (@bjornbragi) July 8, 2014
@bjornbragi Þú verður að henda í einn nasista brandara, for old times’ sake #HMRUV
— Steindi JR (@SteindiJR) July 8, 2014
Gunnar Sigurðarson velti fyrir sér næsta leik Brasilíumanna:
Mikið ofboðslega verður gaman fyrir þessa ungu menn að leika til bronsverðlauna #hmruv
— Gunnar Sigurðarson (@gunnarsigur) July 8, 2014
Ótrúlega stutt var á milli marka Þjóðverja í fyrri hálfleik:
Ef þú blikkar missiru af þýskalandi skora #hmruv #fotbolti
— Álfrún Øfjörð (@AlfrunAgnars) July 8, 2014
Brasilíumenn söknuðu varnarjaxlsins Thiago Silva.
Gula spjaldið hjá Silva var sennilega bara mjög klókt. Svona eftirá að hyggja #hmruv #samtskarpastibrassinn
— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) July 8, 2014
En sumir veltu fyrir sér næsta starfi þjálfara Brasilíu.
Hvað fer Scolari að gera núna? Appelsínubóndi? #hmruv
— Hanna Eiríksdóttir (@Hannaeir) July 8, 2014