Auglýsing

Ríkisstjórnarflokkarnir klofnir í afstöðu til Costco – Guðlaugur Þór er spenntur

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins virðast ekki deila skoðunum á áhuga Costco um að hefja verslunarrekstur hér á landi. Þegar fyrst heyrðist af áformum verslunarrisans var talið að hann hafi sótt um undanþágur til að geta selt áfengi, innflutt ferskt kjöt og lyf. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur tekið jákvætt í þessar breytingar en Sigrún Magnúsdóttir var neikvæð í viðtali við Stöð 2.

„Ég er ekki algjörlega sammála henni, enda eru þetta tveir mismunandi flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn er nú meiri frjálshyggjuflokkur heldur en við Framsóknarmenn og ég myndi svona, setja lappirnar aðeins fyrir. Það er að segja, ég vil að þetta verði rætt heildstætt. Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“

Guðlaugur Þór Þórðarson er hins vegar jákvæður.


Guðmund­ur Ingvi Sig­urðsson, hæsta­rétt­ar­lögmaður á Lex, en hann er lögmaður fyr­ir­tæk­is­ins hér á landi. Hann segir í viðtali við Mbl.is að umræðan um undanþágur sé á misskilningi byggð. Ekki hafi verið lagðar fram beiðnir um und­anþágur. Fyr­ir­tækið hafi hins veg­ar lagt fram form­leg­ar fyr­ir­spurn­ir um ákveðin mál­efni, en að aldrei hafi verið óskað eft­ir nein­um sér­stök­um aðgerðum fyr­ir fyr­ir­tækið eitt og sér. Seg­ir hann að með þessu sé Costco aðeins að fá form­leg­ar upp­lýs­ing­ar um lagaum­hverfi og annað sem kem­ur að rekstri versl­an­anna. „Það var ekki nein sér meðferð sem þeir voru að biðja um,“ seg­ir Guðmund­ur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing