Æfingar hófust í dag fyrir nýja íslenska gamanmynd. Saga Garðarsdóttir, Víkingur Kristjánsson og Gunnar Hansson fara með aðalhlutverk í myndinni sem Gunnar leikstýrir sjálfur ásamt Davíð Óskarssyni.
First rehearsal – Cast and directors looking forward to it! pic.twitter.com/hpBAPkhnne
— BAKK the movie (@BakkMovie) July 24, 2014
Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum. Faðir annars þeirra bakkaði hringinn í kringum landið árið 1981 til fjáröflunar fyrir Þroskahjálp og setti heimsmet í leiðinni. Þeir félagar ætla að slá það heimsmet og safna í leiðinni fyrir gott málefni. Hugmyndin hljómar spennandi í byrjun en fljótlega kemur í ljós að hún er ekki jafn góð og hún virtist í byrjun.
Tökur hefjast í ágúst og með önnur hlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Hanna María Karlsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.