Auglýsing

Milljarðatekjur af skyri

Tekjur Mjólkursamsölunnar af sölu skyrs erlendis á þessu ári munu nema um 1,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram á Sunnlenska.is. Reiknað er með því að um 60 milljónir skyrdósa verði seldar til Norðurlandanna en um átta milljónir skyrdósa seljast árlega á Íslandi.

Á vef Viðskiptablaðsins kemur fram að markaðshlutdeild Mjólkursamsölunnar á sölu skyrs erlendis sé um 33% en um 67% er selt af leyfishöfum undir eftirliti Mjólkursamsölunnar. Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri MS, segir í samtali við Sunnlenska að skyr frá Íslandi fari til Færeyja, Grænlands, Sviss og Finnlands, auk þess sem lítill hluti fari á Bandaríkjamarkað.

Vefritið The Atlantic veltir því upp hvort skyr sé hið nýja gríska jógúrt. Í því samhengi fjallar vefurinn um Siggi’s Skyr, sem Sigurður Hilmarsson hóf að framleiða í New York árið 2004.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing