Auglýsing

Ólafur Darri berst við Vin Diesel í nornamynd

Ólafur Darri Ólafsson leikur norn í yfirnáttúrulegu hasarmyndinni The Last Witch Hunter. Hann berst því við vöðvabúntið Vin Diesel, sem leikur nornaveiðarann. Ásamt þeim fara Michael Caine, Elijah Wood og Rose Leslie með hlutverk í myndinni.

Breck Eisner leikstýrir myndinni sem fjallar um síðasta nornaveiðarann og baráttu hans við nornir í New York nútímans.

Ólafur er spenntur fyrir hlutverkinu. „Mér líst bara rosa vel á þetta hlut­verk,“ sagði Ólaf­ur í sam­tali við mbl.is. „Ég fór í pruf­ur fyr­ir hlut­verkið í maí og fékk að vita í vik­unni að ég fengi hlut­verkið.“

Ólafur hefur verið duglegur í Hollywood undanfarin misseri. Ásamt því að fara með hlutverk í sjónvarpsþáttunum True Detective og Banshee leikur hann í tryllinum A Walk Among the Tombstones, með Liam Neeson í aðalhlutverki, sem verður frumsýnd vestanhafs 19. september.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing