Skyndibitastaðurinn Dirty Burger & Ribs opnaði klukkan 16 í dag. Rúmlega klukkutíma síðar höfðu tæplega 150 borgarar verið steiktir. Maturinn í dag er ókeypis sem útskýrir röðina sem náði nánast út á Miklubraut.
Agnar Sverrisson opnar staðinn en hann er eini íslenski kokkurinn sem hlotið hefur Michelin-stjörnu viðurkenningu. Aðeins tveir réttir eru á matseðlinum: Hamborgari og grísarif.