Auglýsing

Anna Mjöll selur giftingarhring á Ebay

Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir býður nú giftingarhring til sölu á Ebay. DV greinir frá þessu. Bílasalinn og milljónamæringurinn Cal Worthington heitinn gaf henni hringinn þegar þau gengu í það heilaga árið 2011. Þau skildu seinna sama ár.

Ekkert tilboð hefur borist í hringinn en lágmarksboð er 9.950 dalir, eða um 1,2 milljónir íslenskra króna. Um er að ræða 2,86 karata demantshring frá Tiffany & Co. Í texta á Ebay kemur fram að verðið á hringnum sé „algjörlega það besta“. Þá eru notendur vefsins hvattir til að leita að betra verði á slíkum hring.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing