Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, var í viðtali í morgunútvarpi Útarpssögu í morgun. Hann sagði litla hópa berjast gegn kirkju og kristni og bætti við að vopnin hafi verið slegin úr höndum þessara hópa þegar kosið var um þjóðkirkjuna í atkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. Eyjan greinir frá þessu.
51,1 prósent kjósenda sögðust vilja ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi í nýrri stjórnarskrá í atkvæðagreiðslunni en 38,3 prósent lýstu sig andvíg slíku ákvæði.
Að mati Ólafs var niðurstaðan sigur fyrir kirkjuna.
Þeir [andstæðingar kirkjunnar] töldu að þeir væru með fólkið á bakvið sig en það sýndi sig samt svo glögglega þar þegar meirihluti þjóðarinnar vildi sannarlega hafa þjóðkirkju, þó að það hafi verið margir kirkjunnar menn sem að töldu kirkjunni fyrir bestu að hún myndi slíta öll tengsl frá ríkisvaldinu.