Auglýsing

Jón Gnarr með uppistand í Texas

Jón Gnarr kemur fram á grínhátíðinni Out of Bounds sem stendur nú yfir í borginni Austin í Texas í Bandaríkjunum. Jón kemur nokkrum sinnum fram á hátíðinni sem nær hápunkti með stórri sýningu á sunnudag. Þar flytur Jón 20 mínútna uppistand og tekur svo við spurningum úr sal.

Jón klæddi sig fyrir tilefnið áður en hann hélt á hátíðina.

 

Out of Bounds-hátíðin stendur yfir í viku. Ýmsir grínistar koma fram á fjölbreyttum sýningum á hátíðinni og flytja þeir spuna, sýna sketsa og fara með uppistand. Hátíðin er nú haldin í 13. skipti en fleiri en 500 skemmtikraftar koma fram í alls 120 sýningum. Á meðal þeirra sem koma fram eru höfundar Key & Peele, Matt Jones, Dave Hill, Lauren Lapkus og Paul Brittain úr Saturday Night Live.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing