Auglýsing

Sigga Dögg hafði áður verið með kynfræðslu í kirkjum

Eins og DV greindi frá dögunum var kynfræðsla, sem fram fór í fermingarfræðslu Selfosskirkju fyrir nokkru, kærð til lögreglu. Kæran var lögð fram eftir að Fréttatíminn greindi frá því að Ninna Sif Svavarsdóttir, æskulýðsprestur í Selfosskirkju, hefði fengið Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing til að fræða fermingarbörn um samskipti kynjanna. Hluti af fræðslunni fólst meðal annars í því að sýna ljósmyndir af kynfærum fólks.

Sigríður Dögg, eða Sigga Dögg eins og hún er oftast kölluð, segir í samtali við Nútímann að hún hafi áður verið kynfræðslu í fermingarfræðslu í kirkjum á Akureyri og í Fossvogi. Þar sýndi hún samskonar myndir af kynfærum.

Þetta voru erlendar myndir þá, þær eru fleiri. Þær eru teknar alveg eins, frá sömu sjónarhornum.

Enginn gerði athugasemd við fræðsluna á Akureyri og í Reykjavík. Samkvæmt heimildum RÚV átti fólkið sem tilkynnti málið ekki börn í hópnum, það býr ekki á Selfossi og er ekki í sókninni. Sigga segist ekki skilja hvað vaki fyrir þeim sem kærðu.

Sigga segist hafa fengið stuðning frá íbúum á Selfossi sem hafa sent henni skilaboð og ítrekað að þetta sé ekki almennt viðhorf í bænum — að fólk sé almennt opið fyrir fræðslu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing