Auglýsing

Hjörtur Hjartar sest á skólabekk

Markahrókurinn og fréttamaðurinn Hjörtur Hjartarson er á leiðinni í nám. Nánar tiltekið í meistaranám í blaða- og fréttamennsku í Háskóla Íslands.

Allt frá því að ég útskrifaðist í stjórnmálafræði frá háskólanum í Montgomery í Bandaríkjunum fyrir sjö árum hef ég stefnt á að bæta við menntunina. Eitthvað óx þetta mér samt í augum. Svo í sumar fékk ég þessa flugu aftur í höfuðið og sló bara til. Þá vandi ég mig af ákveðnum ósið fyrir nokkrum mánuðum og fékk í staðinn fullt af orku og tíma.

Hjörtur verður áfram í fullu starfi á fréttastofu Stöðvar 2. „Vonandi næ ég að púsla þessu öllu saman, vinnunni, fótboltanum, náminu og stelpunum mínum tveimur,“ segir hann brattur.

Spurður hvort hann þurfi að læra eitthvað nýtt í blaðamennsku eftir 14 ár í fjölmiðlum segir Hjörtur að námið bæti bara við þekkinguna. „Síðan er bara gaman að vera í skóla, víkka sjóndeildarhringinn aðeins og kynnast öðrum viðhorfum.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing