Auglýsing

Reynir reiknar með að hætta — tveir blaðamenn segja upp

Reynir Traustason reiknar með að hætta sem ritstjóri DV eftir að ný stjórn tók við í DV ehf. á aðalfundi félagsins í gær. Reynir varð undir þegar kosið var í nýja stjórn og að fundi loknum sögðu tveir blaðamenn á DV upp störfum. Fundurinn var afar skrautlegur og gengu hlutir í DV ehf. kaupum og sölum á servíettum.

Nútíminn fylgdist náið með framvindu mála frá upphafi fundarins. Hér má sjá frásögn frá aðalfundi DV ehf:

Aðalfundur DV átti að hefjast á Hótel Natura Reykjavík klukkan 15. Fundurinn átti að fara fram í síðustu viku en var frestað.

Björn Leifsson, Bjössi í World Class, er mættur á fundinn sem á að hefjast innan skamms. Ekki var búist við að hann myndi mæta þar sem hann seldi hlutinn sinn í DV í vikunni til Þorsteins Guðnasonar.

Ásamt Bjössa eru Sigurður G. Guðjónsson og Reynir Traustason mættir. Barátta er í gangi um eignarhald á DV en búast má við að það dragi til tíðinda á fundinum.

23.03: Blaðamennirnir sem sögðu upp voru Viktoría Hermannsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson. Þau sögðu upp þegar fundi lauk um klukkan 22.

22.30: Samkvæmt heimildum Nútímans reiknar Reynir Traustason ritstjóri ekki með að halda áfram eftir að ný stjórn tók við. Tveir blaðamenn sögðu upp sörfum á fundinum skv. heimildum Nútímans. Uppsagnarbréfin voru skrifuð á servíettur.

21:42: Reynir Traustason var orðinn fund-leiður á þessu fyrr í kvöld samkvæmt Mbl.is.

21.18: Ný stjórn hefur verið kjörin: Lilja Skaftadóttir, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Þorsteinn Guðnason, Ólafur Magnússon og Björgvin Þorsteinsson.

20.51: Ársreikningur DV ehf. var ekki samþykktur.

20.43: Næst á dagskrá fundarins eru málefni Eiríks Jónssonar ehf. Það verður eitthvað. Frægt er að síðan var metin á 43 milljónir þegar hlutir í síðunni voru notaðir til að kaupa hlutabréf í DV ehf.

20.36: Atkvæðagreiðsla um ársreikning stendur yfir.

20.25: Fundur er hafinn á ný. Þetta er langdregið. Smelltu hér til að skoða hvað datt inn á Netflix í september.

19.30: Ritstjorn DV rökræðir við fyrrum hluthafa um ritstjornarstefnu — málin rædd í hléinu.

18.44: Stutt hlé hefur verið gert á fundinum.

18:31: Tvær hliðar málsins:
Sigurður G: Reynir féll á eigin bragði
Reynir Traustason: Bréf til áskrifenda

18.21: Búist er við að fundurinn standi fram á kvöld.

18.13: Upplýst er á fundinum að Sigurður G. eigi Tart ehf. Það er félagið sem Lilja Skaftadóttir framseldi 13,07% hlut sínum í DV ehf. til. Sigurður afhenti umboð fyrir félagið á servíettu og sagði hana vera ódýrasta pappírinn á svæðinu.

17.30: Sigurður G. og Reynir Traustason hafa lagt fram bóknir með það fyrir augum að breyta hver fái að greiða atkvæði á fundinum. Sigurður vildi að fundinum yrði frestað að nýju en það var ekki tekið til greina.

16.45: Fundur er loksins að hefjast.

16.35: Framkvæmdastjóri DV ehf. kallar Sigurð G. og félaga „yfirtökumenn“ á Twitter:

15.40: Verið er að „fara yfir umboðin“, eins og þeir segja.

15.27: Þorsteinn Guðnason, sem hefur farið fyrir hópi hluthafa í DV ehf., er einnig mættur. Beðið er eftir því að fundur hefjist.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing