Auglýsing

Björn Bragi áfram spyrill í Gettu betur

Grínistinn og sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson snýr aftur sem spyrill í Gettu betur í vetur, samkvæmt heimildum Nútímans. Þá munu Margrét Erla Maack og Steinþór Helgi Arnsteinsson semja spurningarnar á ný en þau gerðu það í fyrsta skipti síðasta vetur.

Björn Bragi tók við starfinu af Eddu Hermannsdóttur sem var spyrill í keppninni í þrjú ár á undan honum. Margrét Erla og Steinþór Helgi tóku við af Þórhildi Ólafsdóttur og Atla Frey Steinþórssyni.

Til stendur að innleiða tillögu RÚV um að taka upp kynjakvóta í Gettu betur í ár. Stýrihópur, sem inniheldur fulltrúa úr fjórum efstu skólunum í keppninni í ár, eiga eftir að samþykkja tilhögunina en Versló var eini skólinn sem kaus gegn tillögunni á sínum tíma.

MH var sigurvegari Gettu betur í ár en skólarnir sem komust einnig í undanúrslit voru Borgarholtsskóli, Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing