Auglýsing

Áramótaskaupið í ár verður kvennaskaup

Áramótaskaupið í ár verður kvennaskaup, samkvæmt heimildum Nútímans. Sömu heimildir herma að Silja Hauksdóttir setjist í leikstjórastólinn og að allir höfundarnir verði konur.

Í desember verða 30 ár liðin frá því að Skaupið sem er gjarnan kallað kvennaskaupið var sýnt um áramótin 1984. Guðný Halldórsdóttir leikstýrði þá Skaupinu og aðalleikarar voru Kjartan Bjargmundsson, Edda Björgvinsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Margrét Helga Sigurðardóttir, og Laddi.

Í morgun greindi Nútíminn frá því að hópurinn á bakvið Áramótaskaup Sjónvarpsins í fyrra ætli ekki endurtaka leikinn í ár. Þetta staðfesti leikstjórinn Kristófer Dignus en Ari Eldjárn, Bragi Valdimar Skúlason, Guðmundur Pálsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Saga Garðarsdóttir, Steindi Jr. skrifuðu handritið.

Silja Hauksdóttir hefur komið víða við í gríninu. Hún leikstýrði einni þáttaröð af Stelpunum, gamanþáttunum Ríkinu og rómantísku gamanþáttunum Ástríði. Þá meðskrifaði hún og leikstýrði Áramótaskaupinu árið 2008.

Hér má sjá nokkur góð atriði úr Skaupinu 2008:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing