Auglýsing

Sigrún Lilja skrifar til manneskju sem byrlaði henni ólyfjan

Þú hefur væntanlega skipulagt þig vel fyrir kvöldið, passað uppá að vera með nægilega mikið af nauðgunarlyfi meðferðis þegar þú fórst niðrí bæ, tilbúinn að finna þér fórnarlömb kvöldsins til að eitra fyrir.“

Svona hefst pistill sem Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og framkvæmdastjóri Gyðja Collection, birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þar ávarpar hún manneskju sem byrlaði henni og vinkonum hennar ólyfjan í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Fyrir einskæra heppni komust þær til síns heima án þess að rekast aftur á manneskjuna.Sigrún segir að þær vinkonurnar hafi verið heppnar þetta kvöld.

Það er ekki þér að þakka, við vinkonurnar fórum í sitthvora áttina áður en við duttum út og lömuðumst ein af annarri og það er örugglega það besta sem gat komið fyrir okkur, því við vorum allar með öðru fólki á því augnabliki sem gátu komið okkur til aðstoðar þegar lyfið fór að verka.

Sigrún segir manninn sinn hafa fengið taugaáfall þegar hann sá hana. „Hann hefur þekkt mig í 15 ár og aldrei séð mig í ástandi í líkingu við þetta. Ég er ein af þeim sem kann mín mörk og veit ekki hvað „blackout“ er. Þau ákváðu að hringja á sjúkrabíl þar sem ég lág í anddyrinu heima, hreyfingarlaus, átti erfitt með andardrátt, kastaði stöðugt upp og frá mér komu hljóð sem þau hafa ekki heyrt áður.“

Um manneskjuna sem byrlaði henni og vinkonum hennar ólyfjan segir hún m.a.:

Þú varst því óheppinn þetta kvöld en við afar heppnar, að hafa ekki þurft að upplifa þessa hræðilegu lífsreynslu með eins miklu ofbeldi og raun ber vitni sem hefði svo getað endað með nauðgun, eins og þú hefðir viljað! En hver veit nema að þú hafir farið aftur út á laugardagskvöldið, til að bæta upp föstudagskvöldið og sú eða þær sem hafa lent í þér þá hafa ekki verið eins heppnar og við?

Sigrún biðlar til fólks að fara varlega þegar farið er út á lífið og að passa glösin sín öllum stundum. „Því það er aldrei hægt að vita nema næsta fórnarlambið þitt verði þú og þinn vinkonuhópur.“

Alla færsluna má lesa hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing