Auglýsing

Flytja 160 Land Rovera til landsins

Breski bílaframleiðandinn The Rover Company kynnir nýjan Land Rover fyrir alþjóðlegum her bílablaðamanna hér á landi í nóvember. Þetta kemur fram á Mbl.is. 160 Land Rover jeppar verða fluttir til landsins og prófaðir á Suður- og Vesturlandi.

Ný gerð Land Rover var frum­sýnd í Mexí­kó á miðviku­daginn en þessi nýja gerð er arftaki Freeland­er-jepp­lings­ins. Nýi bíll­inn kall­ast Land Rover Disco­very Sport og er talsvert minni en stóri bróðirinn, Land Rover Discovery.

Samkvæmt Mbl.is var nýi Land Roverinn fluttur til landsins í sumar vegna mynda­töku á kynn­ing­ar­efni.

Var mikið gert til að eng­inn kæm­ist á snoðir um viðburðinn. Mik­ill viðbúnaður var á geymslu­svæði Pega­sus­ar í júlí þegar bíll­inn kom hingað og not­ast var við sér­stak­ar yf­ir­breiðslur á hjóla­grind­um til að hægt yrði að fela bíl­inn skyndi­lega ef svo bæri und­ir. Afrakst­ur­inn má sjá á mynd­um þeim sem fylgja heims­frum­sýn­ingu bíls­ins.

Afar viðeigandi er að Rover kynni nýjan bíl á Íslandi þar sem fáar þjóðir hafa eignast jafn marga bíla frá framleiðandanum, jafnvel þótt gamla góða höfðatalan sé ekki notuð í útreikningana. Range Rover var afar vinsæll bíll í góðærinu og salan er að taka við sér á ný.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing