Auglýsing

Starfsmenn yfirgefa DV — 800 manns segja upp áskrift

Ekki sér fyrir endann á ófremdarástandinu sem ríkir á DV um þessar mundir. Eins og fjölmiðlar hafa greint frá hafa átök staðið um eignarhald fjölmiðilsins undanfarnar vikur en þeim lauk þegar ný stjórn tók við á aðalfundi DV ehf. á föstudag.

Blaðamennirnir Viktoría Hermannsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson sögðu upp störfum sínum í kjölfar fundarins og Reynir Traustason var leystur undan starfsskyldum sínum. Viktoría og Aðalsteinn hafa verið ráðin til 365 miðla.

Í gær voru svo mikil átök á starfsmannafundi með nýjum ritstjóra og stjórnarformanni DV ehf. DV átti að koma út í dag en útgáfan féll niður. Fleiri starfsmenn hafa sagt upp störfum, svo sem Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir aðstoðarritstjóri. Þá hafa Símon Örn Reynisson, blaðamaður og sonur Reynis Traustasonar, og hönnunarstjórinn Jón Ingi Stefánsson sagt upp störfum, samkvæmt Kjarnanum. Loks greinir Kjarninn frá því að 800 manns hafi sagt upp áskrift sinni að blaðinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing