Auglýsing

Sigrún Lilja fær gríðarleg viðbrögð: Stúlkunum sem lenda í þessu er oft ekki trúað

Um 5.600 manns hafa deilt frásögn Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttur, hönnuðar og framkvæmdastjóra Gyðju Collection, sem hún birti á Facebook síðdegis í gær. Sigrún ávarpar þar manneskju sem byrlaði henni og vinkonum hennar ólyfjan um helgina. Fyrir einskæra heppni komust Sigrún og vinkonur hennar til síns heima án þess að rekast aftur á manneskjuna.

Færsla Sigrúnar hefur vakið gríðarlega athygli. Sigrún segir að það sé mikil þörf á því að vekja athygli á þessu máli enda sorglega algengt að ólyfjan sé laumað í glös fólks. „Þetta er svo falið vandamál en engu að síður skelfilegt,“ segir hún. „Það þýðir ekki að loka augunum fyrir því. Við eigum öll annað hvort vinkonur sem hafa lent í þessu eða höfum lent í þessu sjálfar. Sumar hafa verið heppnar og sloppið en því miður þá lenda margar í klónum á þessum sjúku einstaklingum.“

Sigrún vonar að reynsla sín og annarra verði til þess að vekja fólk til umhugsunar. „Og að stúlkur hugsi sig tvisvar um áður en þær leggja frá sér glasið og ekki síðst að fólk afskrifi ekki konur sem virðast óeðlilega drukknar úti á lífinu. Heldur kanni hvort þær geti talað, séð og hreyft sig. Ef það er ekki allt með felldu, þrátt fyrir að þær virki óeðlilega drukknar. þá á í öllum tilvikum að vera hjá þeim, hringja á sjúkrabíl og koma þeim undir læknishendur.“

Það sorglega við þetta er að stúlkum sem lenda í þessu er svo oft ekki trúað. „Gæti verið að vínið hafi verið skemmt?“ og „Ertu viss um að þú hafir ekki bara drukkið of mikið?“ eru spurningar sem þær fá og það er svo erfitt að sanna þetta.

Sigrún segir þá sem stunda að byrla fólki ólyfjan viti hvað þeir eru að gera. „Konur sem lenda svo heima hjá þeim, og er nauðgað, vakna við hliðina á þeim og þeir reyna að telja þeim trú um að þetta hafi verið gert með þeirra samþykki — þær hafi bara verið svo fullar að þær muni ekki eftir því,“ segir hún. „Samt muna þær kannski ekki eftir því hver maðurinn er eða hvort þær hafi yfir höfuð talað við hann. Þeir ná að vekja upp efasemdir fólks og það er það sem gerir þetta svo falið og sorglegt vandamál sem þarf að vekja mun meiri athygli á.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing