Auglýsing

Erpur: Hef verið yfirlýstur femínisti í 14 ár

„Á sínum tíma voru Rottweiler hundar umdeildir, Mínus var umdeild, þeir í Botnleðju voru þekktir fyrir að vera fullir opinberlega. Þetta er rokk og ról. Ég hef aldrei almennilega skilið hverjar forsendurnar eru fyrir því hvað má og hvað ekki, “ segir rapparinn Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca, í samtali við Fréttablaðið í dag.

Eins og fram kom á vef DV í gær þá lögðust skólayfirvöld í Flensborgarskólanum gegn því að Dj Muscleboy og Dj Óli Geir myndu spila á nýnemaballi Flensborgar sem fór fram í gær. Dj Muscleboy er plötusnúðanafn Egils Gillzeneggers og Dj Óli Geir er Ólafur Geir Jónsson tónleikahaldari. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blazroca, var fenginn til að skemmta á ballinu í staða þeirra ásamt Friðriki Dór Jónssyni.

„Ég hef aldrei almennilega skilið hver viðmiðin eru fyrir því hvað er í lagi og hvað ekki,“ segir Erpur í samtali við Fréttablaðið. Í umfjöllun sinni vísar blaðið í nemanda sem segir Erp engu skárri en Egil og Óla Geir. Erpur svarar gagnrýninni á sinn hátt:

„Þótt ég rífi alveg kjaft og noti klúr orð þá hef ég samt verið yfirlýstur femínisti í 14 ár. Fólk túlkar það að ég segi „mella“ og „lufsa“ á sinn hátt en ég nota ekkert fallegri orð um karlmenn. Að segja „larfur“ er ekki vesen en að segja „lufsa“ er vesen. Þetta er oft meiri spurning um tepruskap heldur en að það sé verið að passa upp á einhvern hóp sem vegið er að.“

Uppfært kl. 13.01: Erpur hefur birt myndband frá ballinu á Facebook-síðu sinni:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing