Auglýsing

Sigríður Elva hefnir sín á Loga Bergmann

Sjónvarpskonan Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir náði loksins að hefna sín á Loga Bergmann í dag en sá síðarnefndi hefur hrekkt hana á vinnustað þeirra á 365 með marvíslegum hætti síðustu ár.

Logi hefur til dæmis margoft komist í Facebook-síðu Sigríðar en frægt er þegar hann sendi Bjarna Benediktssyni spurningu í hennar nafni þegar hann sat fyrir svörum á beinni línu á vef DV: „Hvernig finnst þér ég standa mig í sjónvarpinu? (Ísland í dag),“ spurði Logi í hennar nafni og Bjarni svaraði um hæl: „Æ, bara alveg óaðfinnanlega. Alltaf svo einlæg.“

Sigríður náði að hefna sín í dag þegar Logi brá sér kæruleysislega frá tölvunni. Hún byrjaði á því að setja inn færslu og kallaði, í nafni Loga, eftir umræðu um skeggið hans:

Þá boðaði hún komu Loga á fund hjá samtökum sem kenna sig við glútenlausan lífsstíl:

Screen Shot 2014-09-11 at 14.22.48

Lét svo Loga skjóta fast á rauðhærða:

Screen Shot 2014-09-11 at 14.22.42

Og bauð svo vinum hans á ball með Skítamóral.

Screen Shot 2014-09-11 at 14.23.13

Þá hafði Logi fengið veður af uppátæki Sigríðar Elvu og kom hlaupandi. Sigríður var kampakát með árangurinn þegar Nútíminn náði í hana:

Mér varð svo um þegar ég komst í tölvuna hans áðan að mér sortnaði fyrir augum og varð skjálfhent. Ég vissi náttúrulega ekkert hvað ég átti að gera svo þetta var mjög hófstillt. En verður betur undirbúið næst!

Logi Bergmann er alræmdur hrekkjalómur og gaf til dæmis út Handbók hrekkjalómsins árið 2012. Í kynningarefni fyrir bókina kom meðal annars fram að hann hafi alla tíð verið uppátækjasamari og hrekkjóttari en gengur og gerist. „Með aldrinum hefur hann náð að temja örlítið í sér hrekkvísina, þroska hana og þróa, og hrekkir nú samborgara sína af fáheyrðri alúð og umhyggju í þeirra garð. Þeir kunna líka að meta það. Flestir,“ segir í umsögn um bókina á vef forlagsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing