Auglýsing

Ferðagufubað Ólafs Ragnars seldist ekki

Ýmsir munir úr sjónvarpssögunni voru seldir á flóamarkaði Sagafilm í myndveri fyrirtækisins á Laugavegi 176 í dag. Ferðagufubað Ólafs Ragnars úr Dagvaktinni var meðal annars boðið til sölu en þrátt fyrir að leitun sé að vinsælli sjónvarpsþáttum á Íslandi en Vaktaseríunum þá seldist ferðagufubaðið ekki. 

Spurð hvers vegna ferðagufubaðið seldist ekki segir Sandra Ýr Dungal hjá Sagafilm:

Það var svo margt annað krassandi á markaðnum. Það var líka troðið allan tímann og gafst lítill tími í uppboðið. Þess vegna ætlum við að selja hann á uppboði á Facebook-síðu Sagafilm. Þá geta líka sem flestir tekið þátt!

Ferðagufubaðið verður því boðið upp á þriðjudaginn klukkan 14 á Facebook-síðu Sagafilm.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing