Auglýsing

Íslenskri hönnun stolið í San Francisco

Pyropet-kattarkerin hafa vakið mikla athygli. Þórunn Árnadóttur, hönnuður kertisins, sem er sérstakt að því leyti að þegar það brennur birtist beinagrind kattarins, fékk á dögunum ábendingu um að búið væri að gera eftirlíkingu af kertinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og Þórunn er afar ósátt:

Mér finnst þetta ekki vera heiður og bara mjög pirrandi að sjá svona eftirlíkingar.

Kokkurinn Robert Scott, frá San Francisco, vinnur nú að því að fjármagna eftirlíkinguna, sem hann kallar Skeleton Candles, á vef Kickstarter. Hann segir hugmyndina koma frá ást hans á gúmmíbjörnum. „Mig langaði til að framleiða kerti sem var öðruvísi en þau sem ég hef séð á markaðnum.“

Einmitt.

Í samtali við Fréttablaðið furðar Þórunn sig á því að Kickstarter hafi hleypt eftirlíkingu í gegn hjá sér þar sem hún fjármagnaði Pyropet með hjálp vefsins á sínum tíma. „Mér finnst mest skrítið að Kickstarter hafi hleypt þessu í gegn hjá sér, ég er í góðu sambandi við fólkið þar sem öll keyptu sér kisukertið á sínum tíma og hrósuðu hönnuninni. Það er leiðinlegt þegar svona kemur upp.“

Kerti Þórunnar hafa slegið í gegn. 10 þúsund kerti hafa selst og eru þau meðal annars til sölu í Urban Outfitters.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing