Auglýsing

Þrýst á Netflix að loka á erlenda notendur

Stórfyrirtæki á borð við Warner, Universal og fleiri sem eiga rétti myndefni í Ástralíu þrýsta nú á Netflix að loka á þjónustuna þar í landi þrátt fyrir að hún sé í raun ekki í boði. Nema auðvitað með krókaleiðum, eins og notendur Netflix þekkja hér á landi.

Talið er að um 200 þúsund manns notið bandarísku útgáfuna af Netflix í Ástralíu í gegnum svokallaða VPN tengingu eða erlenda DNS þjóna, eins og vefsíðan Playmo.tv býður upp á. Rétthafarnir vilja að Netflix loki tengingarnar en slík aðgerð krefst þess að lokað sé á allar VPN tengingar við útlönd — einnig þær löglegu.

Fyrir íslenska Netflix-notendur þýða fréttirnar frá Ástralíu eitt: Stórfyrirtæki vilja ekki að fólk getið horft á bandarísku útgáfuna af Netflix annars staðar en í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 20 þúsund íslensk heimili noti Netflix í gegnum VPN tengingu eða DNS þjónustu á borð við þá sem Playmo.tv veitir.

Staðreyndavaktin: Kemur Smáís í veg fyrir Netflix á Íslandi?

Það er því aðeins tímaspursmál hvenær byrjað verður að þrýsta á Netflix að loka fyrir notendur annars staðar í heiminum.

En á meðan við getum ennþá notað Netflix er sniðugt að skoða efnið sem datt inn í september.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing