Auglýsing

BL stöðvar birtingar á Gordjöss auglýsingu

„Okkur einfaldlega datt ekki í hug að við værum að gera eitthvað sem við mættum ekki. Því fór sem fór,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL.

Eins og Nútíminn greindi frá í morgun er texti úr laginu Það geta ekki allir verið gordjöss, sem Páll Óskar flutti eftirminnilega með Memfismafíunni á Diskóeyjunni, notaður í auglýsingu fyrir Land Rover-jeppa í Fréttablaðinu í dag. Bílaumboðið BL fékk ekki leyfi frá hljómsveitinni fyrir notkun textans og Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi í Memfismafínuni, sagði þá félaga þegar byrjaða leita réttar síns.

Loftur Ágústsson hefur brugðist við fyrir hönd BL:

Okkar fyrstu viðbrögð voru að stoppa frekari birtingar á auglýsingunni og þar sem við höfum ekki fengið tækifæri til að biðja hlut að eigandi formlega velvirðingar á að hafa notað þessar hendingar í auglýsinguna langar okkur að gera það hér með.

Engin tilraun var gerð til að fá leyfi fyrir notkun textans áður en auglýsingin birtist í morgun en ljóst er að hún birtist ekki aftur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing