Auglýsing

Opna nýjan miðasöluvef í október

Athafnamaðurinn Sindri Már Finnbogason vinnur nú að opnun Tix.is, nýjum miðasöluvef sem stefnt er á að opna 1. október. Sindri Már er stofnaði Miði.is á sínum tíma en hefur ekki tengst fyrirtækinu síðustu ár þar sem hann var að vinna hjá miðasölufyrirtækinu Billetlugen A/S í Danmörku.

Mikil umræða hefur skapast um miðasölu á netinu eftir að Miði.is lá niðri vegna álags í dag í kjölfarið á því að miðasala hófst á leik Íslands og Hollands. Sindri Már hefur að eigin sögn mikla reynslu af miðasölu á stóra viðburði á borð við tónleika U2, Coldplay og AC/DC.

Kerfið sem Tix.is er að þróa er hannað og forritað til að gera ráð fyrir svona álagi eins og Miði.is lenti í í dag en það eru margir hlutir sem vert er að hafa í huga þegar að menn eru að selja á stóra viðburði bara almennt. Ég get að sjálfsögðu ekki ábyrgst að allt gangi bara vel fyrir sig hjá Tix.is en við nýtum þá reynslu sem ég hef og geri þær sömu ráðstafanir eins og við gerðum í Danmörku þegar að stórar sölur fóru af stað.

Sindri Már nefnir dæmi um stóran viðburð sem Billetlugen A/S sá um í Danmörku þar sem um 35 þúsund miðar voru í boði og mikið álag á vefsíðunni. „Við seldum um 15.000 miða í um 60 verslunum Fona á fyrsta klukkutímanum og höfðum 120.000 manns í „röð“ á netinu á meðan sem hýst var hjá Amazon,“ útskýrir hann. „Við hleyptum ekki of mikið af fólki af vefnum í kaupaferlið fyrstu 60 mínúturnar til þess að sjá til þess að eiga nóg af miðum fyrir þá sem að voru búnir að bíða í röð í verslunum Fona. Þegar að Fona var búin að selja þá kláruðum við miðana á netinu.“

Þetta gekk allt mjög vel en í lokin þá eru um 100.000 manns sem að fengu ekki miða. Það fólk er alltaf hundfúlt yfir því og auðveldast er að kenna miðasöluvefnum um að hafa ekki fengið miða.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing