Auglýsing

Sigurjón ætlar aldrei á hjól aftur

Sigurjón M. Egilsson, útvarpsmaður á Bylgjunni og fréttaritstjóri 365, slasaðist illa þegar hann féll á vespu sinni á dögunum. Í frétt Nútímans kom meðal annars fram að Sigurjón var að fara inn í hringtorg við Korputorg þegar vespan rann til á veginum.

Fimm rifbein og herðarblaðið í Sigurjóni brotnuðu við fallið ásamt því að lungun féllu saman.

Sigurjón er í viðtali í DV í dag og segir meðal annars frá því að eiginkona hans hafi verið búin að biðja hann um að fara ekki á hjólinu.

Ég fer aldrei aftur á hjól. Nú ræður konan. Hún hafði beðið mig um morguninn að fara ekki á hjólinu því hún hefði slæma tilfinningu. Ég svaraði því að það væri ekki eins og ég væri að fara detta, enda hafði ég aldrei lent í neinu.

Sigurjón segir að það hafi verið eins og fótunum hafi verið kippt undan honum áður en hann féll. „Ég bara steinlá. Það er eitthvað að malbikinu þarna, einhver hálka,“ segir hann. „Þeir settu strax í mig dren til að reyna að hreinsa blóð og annað sem var við lungað, sem var talsvert fallið saman. Ég var með morfín beint í mænu í marga daga og þurfti súrefni til að geta andað. Annars fór ágætlega um mig á sjúkrahúsinu.“

Hann var í tíu daga á sjúkrahúsi og segist orðið vitni að mörgu undarlegu. „Ég var mikið lyfjaður fyrst en sá margt undarlegt þarna inni, þegar ég var sjálfur kominn til sæmilegrar meðvitundar, sem stórmerkilegt var að verða vitni að,“ segir Sigurjón. „Eins og hvað sjúklingar sem komu af gjörgæslu eftir erfiðar skurðaðgerðir brögguðust hratt. Sjúklingar sem rétt rymdi úr eftir aðgerð buðu góðan daginn daginn eftir og voru jafnvel komnir á ról á þriðja degi. Það er svo margt fallegt að gerast þarna; kraftaverk í hverju rúmi. Fyrir forvitinn mann var þetta ákveðið upplifelsi.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing