Auglýsing

Topp 7: Fréttir vikunnar á Nútímanum

Notendum Nútímans fjölgar ört en vefurinn opnaði mánudaginn 25. ágúst. Vikulegir notendur eru tæplega 60 þúsund og viðtökurnar framar björtustu vonum. Þá hafa auglýsendur tekið vefnum opnum örmum eins og sést. Það er allt eins og það á að vera.

Fréttir vikunnar á Nútímanum voru afar fjölbreyttar. Njótið!

 

7. Opna nýjan miðasöluvef í október

Athafnamaðurinn Sindri Már Finnbogason vinnur nú að opnun Tix.is, nýjum miðasöluvef sem stefnt er á að opna 1. október. Sindri Már er stofnaði Miði.is á sínum tíma en hefur ekki tengst fyrirtækinu síðustu ár þar sem hann var að vinna hjá miðasölufyrirtækinu Billetlugen A/S í Danmörku.

6. Brómantík Hugleiks og Andrew W.K.

Hugleikur Dagsson teiknaði mynd af tónlistarmanninum Andrew W.K. og birti á Twitter-síðu sinni í vikunni. Andrew W.K. er virkur tístari og Hugleikur taggaði hann þegar hann birti myndina.

5. Anna Mjöll fékk ekki að hitta fjölskyldu eiginmannsins

Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir skildi við eiginmann sinn, bandaríska söngvarann Luca Ellis, í sumar. Hún rifjaði upp á dögunum á Facebook-síðu sinni hvers vegna fyrrverandi eiginmaður sinn vildi ekki að hún hitti fjölskyldu sína

4. Þorsteinn í Plain Vanilla var í bekk sem þótti ólíklegur til afreka

Þessi bekkur þótti ekki líklegur til afreka á sínum tíma, samkvæmt heimildum Nútímans. Þau voru á braut sem kallaðist náttúrufræði 2 sem þótti heldur auðveld leið og að minnsta kosti einum kennara þótti bekkurinn ekki líklegur til afreka. „Það var of mikill sköpunarkraftur í gangi fyrir rúðustrikaða liðið,“ segir heimildarmaður Nútímans.

3. Kynfæramyndirnar sem kært var fyrir á Selfossi

Myndirnar vöktu talsverða athygli á dögunum eftir að hún sýndi þær í fermingarfræðslu á Selfossi. Æskulýðspresturinn var í kjölfarið kærður af fólki sem átti hvorki börn í fræðslunni né var hluti af söfnuðinum. Málið var rannsakað af lögreglunni en að lokum fellt niður.

2. Ætlar að vera þakinn húðflúrum innan tveggja ára

Kraftlyfingamaðurinn Rúnar Geirmundsson er 22 ára gamall og hefur aldrei tapað móti. Ekki nóg með það, þá er hann einn skreyttasti maður landsins. Rúnar er ekki hættur, hvorki að láta flúra sig né slá met í kraftlyftingum.

1. Jerome Jarre þénar 4 milljónir fyrir hvert snap

Flestir muna eftir frönsku netstjörnunni Jerome Jarre, sem olli öngþveiti í Smáralind í janúar, ásamt félaga sínum, Nash Grier. Jarre þénar háar upphæðir með hjálp samskiptamiðla á borð við Vine og Snapchat.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing