Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea mæta Stoke á morgun klukkan 15. Gylfi er sjóðandi heitur um þessar mundir og hefur vakið heimsathygli fyrir frammistöðu sína í ensku úrvalsdeildinni og með íslenska landsliðinu.
Frammistaðan hefur ekki farið framhjá þeim sem taka þátt í fantasy-deild ensku úrvalsdeildarinnar. Fleiri en þrjár milljónir fótboltaáhugamanna um allan heim taka þátt í fantasy. Af þeim eru Íslendingarnir tæplega 13 þúsund.
46 prósent spilara eru með Gylfa í liðinu sínu sem eru um 1,6 milljónir liða. Einu leikmennirnir sem hafa verið valdir í fleiri lið í fantasy eru Raheem Sterling hjá Liverpool, Cesc Fabregas hjá Chelsea og Diego Costa hjá Chelsea. Ekki slæmur hópur það.
Þá er hann á meðal heitustu leikmanna deildarinnar um þessar mundir hjá þátttakendum í fantasy. Um 121 þúsund leikmenn hafa valið hann í lið sitt fyrir umferðina sem hefst í dag en Ángel Di María, leikmaður Manchester United er eini miðjumaðurinn sem er heitari en Gylfi.