Auglýsing

Kallaði Serenu og Venus „Williams-bræður“

Shamil Tarpischev, forseti rússneska tennissambandsins, hefur verið sektaður um 25 þúsund dali fyrir að kalla tenniskonurnar Serenu og Venus Williams „Williams bræður“ í sjónvarpsviðtali á dögunum. Þá verður honum meina að sækja keppnir í tennismótaröð kvenna í heilt ár.

Stacy Allaster, formaður sambands tenniskvenna (WTA) segir að ummæli Tarpischev hafi verið móðgandi, lítillækkandi og óviðeigandi:

Yfirlýsingar herra Tarpischev þar sem hann efast um kyn þeirra kasta rýrð á íþróttina og tvo meistara. Hann á skilið að vera fordæmdur fyrir þessi ömurlegu ummæli og hljóta refsingu. Ég hef því fyrirskipað að hann verði sektaður um 25 þúsund dali, sem er hámarksrefsing.

Serena og Venus Williams hafa náð ótrúlegum árangri í tennisíþróttinni.

Serena er talin sú besta í heimi en hún hefur unnið 18 svokallaðar alslemmur. Hana vinnur handhafi fjög­urra helstu titla sem hægt er að vinna til á einu keppn­is­tíma­bili: Opna ástr­alska, opna franska meist­ara­mót­ið, opna banda­ríska meist­ara­mót­ið og Wimbledon-mót­ið. Systir hennar hefur unnið sjö stórmót.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing