Frambjóðendurnir Rick Scott og Charlie Crist mættust í kappræðum fyrir ríkisstjórakosningar í Flórída í vikunni.
Áður en kappræðurnar hófust ætlaði Rick Scott, núverandi ríkisstjóri, ekki að mæta á svæðið. Ástæðan var ansi furðuleg: Andstæðingur hans var með litla viftu sem vísaði á klofsvæði hans inni í ræðupúltinu.
Mögulega furðulegasti ágreiningur allra tíma. Og kjörið tækifæri fyrir Jon Stewart að varpa einstöku ljósi sínu á málið.
Horfið á hann tækla málið:
https://www.youtube.com/watch?v=b50SUAG-cIM