Auglýsing

Örskýring: Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay

Um hvað snýst málið?

Þann 14. október fyrirskipaði Héraðsdómur Reykjavíkur lögbann á aðgang netnotenda Vodafone og Hringdu að torrent-vefsíðunum Deildu.net og Pirate Bay (deildu.net, deildu.com, thepiratebay.se, thepiratebay.sx og thepiratebay.org).

STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, óskaði eftir lögbanninu.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk fjarskiptafyrirtæki eru látin loka á tilteknar vefsíður vegna höfundaréttar.

Hvað er búið að gerast?

Lítið. Hringdu og Vodafone hafa ekki lokað fyrir aðgengi að vefsíðunum. Sam­kvæmt Mbl.is er málið í far­vegi inn­an sýslamannaembætt­is­ins og ekki liggur fyr­ir hvenær lög­bannið kem­ur til fram­kvæmda.

Hvað gerist næst?

Sama dag og úrskurðurinn var kveðinn upp opnaði Deildu vefsíðu sína á öðru léni: Iceland.pm.

Þá er mjög einfalt er að komast framhjá mögulegum hindrunum fjarskiptafyrirtækjanna með staðgengils- eða proxy-þjónustur, eins og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur bent á:

Proxy-þjónar og DNS þjónustur hljóma kannski eins og geimverumál fyrir hellingi af fólki, en þetta eru mjög einfaldar þjónustur og eitt af því fyrsta sem nokkurt tölvunörd lærir um netmál yfirhöfuð. Að gera þessa þekkingu tortryggilega er sambærilegt við að gera fyrstu blaðsíðurnar í netfræðum tortryggilegar.

STEF hefur gefið Símanum og Tali frest til miðvikudags til að svara því hvort þau ætla að loka á aðgang sinna notenda að torrent-vefsíðunum. 365 hefur þegar lokað á síðurnar.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing