Allar lögreglubifreiðar á landinu verða á næstunni búnar MP5-hríðskotabyssu og Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu. Þetta kemur fram í DV í dag.
Í blaðinu er haft eftir þremur lögreglumönnum sem segja viðbúnaðinn vegna skotárása sem kollegar þeirra á Norðurlöndunum hafa þurft að takast á við. Þá er skotárásin í Hnífsdal árið 2007, þegar ölvaður maður skaut úr haglabyssu að eiginkonu sinni, nefnd í þessu samhengi.
Þá herma heimildir DV að búið sé að kaupa 200 MP5-hríðskotabyssur sem verða aðgengilegar almennum lögreglumönnum ásamt Glock skammbyssum í sérstökum vopnakassa sem verður að finna í öllum lögreglubílum á landinu.
Samkvæmt DV er tilgangurinn að minnka viðbragðstíma vopnaðra lögreglumanna þar sem það getur tekið sérsveitina allt upp í tvo klukkutíma að mæta á vettvang.
Smelltu hér til að lesa umfjöllun DV.