Auglýsing

Geir Haarde um fordóma fortíðarinnar: „Þetta voru heimskupör“

Mikla athygli vakti þegar DV rifjaði upp ummæli sem 16 ára gamall Geir Haarde skrifaði í menntaskólablaðið Fjörni sem út kom í MR árið 1968. Þar sagði Geir meðal annars:

Til viðbótar því, sem hér hefur verið sagt um ágalla á þjóðfélaginu, vil ég telja mjög aukna blóðblöndun manna af þeldökkum kynstofni og Íslendinga. Ég tel sem sé, að slík blöndun sé vægast sagt mjög óæskileg og óheilbrigð. Afleiðingar mistaka, sem óvitar fremja í þessum efnum, geta orðið hroðalegar. Það væri fremur óskemmtilegt að að heyra og sjá alls kyns blökku- og múlattalýð tala móðurmál vort og telja sig til vorrar þjóðar.

Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður og annar stjórnenda Hæpsins, bar ummælin undir Geir í sjónvarpsþættinum Hæpinu á RÚV í gær.

Unnsteinn gagnrýndi á sínum tíma Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, sem kom Geir til varnar. „Það er fáránlegt að gera Geir Haarde að fórnarlambi í þessari umræðu,“ skrifar hann við færslu Árna Páls Árnasonar.

Geir sagði ummælin óskiljanleg og fáránleg. „Voru það þá og eru það nú. Ég náttúrulega skammast mín fyrir þau. Og ef ég hef sært eða meitt einhvern með þeim, þig eða einhvern annan, þá biðst ég afsökunar á því,“ sagði Geir.

„Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig stóð á þessu, því þetta er óskiljanlegt fyrir mér. Þetta eru nefnilega heimskupör. Þetta eru heimskupör í 16 ára strák í skólablaði. Og af því að þetta eru heimskupör þá er eiginlega ekki hægt að útskýra þetta. Enda var ég ekki alinn upp við svona og hef ekki alið mín börn þannig upp.

Unnsteinn spurði Geir líka út í umdeilda kosningabaráttu Framsóknar og Flugvallarvina fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

„Ég held að Framsóknarflokkurinn hafi hlaupið á sig í því máli,“ sagði Geir. „Þeir hafa hinsvegar reynt að bjarga sér fyrir horn með það. Mér finnst að allir trúarhópar eigi að fá að byggja bænahús fyrir slíkar athafnir. Mér fannst gæta fordóma í þessu, því miður. Sérstaklega hvernig þetta var spilað áfram en ég vona að allir hafi lært sína lexíu af því.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing