Íslendingar voru á meðal þátttakenda í umfangsmikilli heræfingu á vegum Nato á dögunum þar sem hryðjuverkaárás var sviðsett.
Níu þjóðir tóku þátt í æfingunni sem var ætlað að skerpa á færni hermanna í að aftengja sprengjur.
Æfingin er árleg og í þetta skipti var hryðjuverkaárás á Ísland sviðsett. Hryðjuverkamennirnir áttu að hafa komið hundruðum sprengja (IED) fyrir til að koma stjórnvöldum úr jafnvægi og hafa áhrif á efnahag landsins. Hermennirnir þurftu svo að koma böndum á ástandið og aftengja sprengjurnar.
Æfingin var umfangsmikil og stóð yfir í tvær viku. Landhelgisgæslan tók á móti hermönnunum sem æfðu sig bæði á landi og í sjó. í frétt á vef breska hersins kemur fram að hermennirnir hafi lært mikið hver af öðrum.
Hermenn frá Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Austurríki, Frakklandi, Hollandi og Bandaríkjunum tóku þátt í æfingunni ásamt Íslendingum.
Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af neinu.