Auglýsing

Skuldaleiðréttingin: Niðurstöður birtar á mánudag

Stóri dagurinn nálgast.

Niðurstaða skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar verður birt á mánudag, samkvæmt heimildum Nútímans.

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir í athugasemd við umfjöllun Kjarnans að höfuðstóll lánanna lækki í einu lagi en ekki í fjórum áföngum. „Bankarnir fá hins vegar greitt í fjórum áföngum,“ segir hann.

Á vef Kjarnans kemur fram að um 69 þúsund manns hafi sótt um skuldaniðurfellingu sem á að kosta 72 milljarða króna:

Það þýðir að ef allir sem sóttu um verða samþykktir mun hver og einn fá rúma milljón króna að meðaltali í heildarniðurfærslu.

Eftir því sem Nútíminn kemst næst verður hægt að nota veflykil RSK til að skrá sig inn á vefinn og sjá niðurstöðurnar. Samþykki á skuldaleiðréttingunni með rafrænni undirskrift hefst ekki fyrr en í desember og áætlað er að fólk hafi 90 daga til að undirrita og samþykkja niðurstöðurnar.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing