Það er stundum fjör á Alþingi, eins og myndbandið hér fyrir neðan sýnir.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf í dag ræðu um lagafrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherrra um visthönnun vöru sem notar orku þegar hann átti að taka afstöðu til beiðni um skýrslu um útflutning á orku um sæstreng.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, reyndi að gera Þorsteini viðvart með fögru bjölluspili en Þorsteinn var ansi lengi að átta sig miðað við lætin.
Þegar Einar náði sambandi við Þorstein og gerði honum grein fyrir aðstæðum sagði Þorsteinn: „Afsakið. Þá er ég bara að þjófstarta hérna.“
Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af neinu.