Auglýsing

Kvikmynd um Steve Jobs í uppnámi: Christian Bale hættur við

Handritshöfundurinn Aaron Sorkin lýsti yfir á dögunum að Christian Bale myndi leika Steve Jobs í væntanlegri kvikmynd um Apple forstjórann. Bale er hins vegar hættur við að leika Jobs eftir að hann komst að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki rétti maðurinn í hlutverkið.

Þetta gerðist áður en samningsviðræður hófust. Bale er annar stórleikarinn sem dregur sig úr verkefninu á skömmum tíma en Leonardo DiCaprio kom til greina sem Jobs en hætti einnig við.

Sorkin hafði látið hafa eftir sér í viðtali á sjónvarpsstöðinni Bloomberg að Bale sé stórkostlegur leikari:

Við þurftum að fá besta mögulega leikarann um borð. Leikara sem gæti túlkað vítt aldurssvið og Chris Bale er rétti maðurinn í hlutverkið.

Óvíst er hver tekur við aðalhutverki myndarinnar en talað er um að Bradley Cooper, Ben Affleck og Matt Damon komi til greina. Þá hefur verið sagt frá því að Seth Rogen komi til greina sem Steve Wozniak, viðskiptafélagi Steve Jobs.

Danny Boyle leikstýrir myndinni en til stóð að David Fincher myndi gera það áður en hann dró sig út úr verkefninu.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing