Auglýsing

Skjalið var falsað: Safnplata væntanleg frá Beyoncé

Í gær greindi Nútíminn frá dularfullu skjali sem ferðaðist um netið og virtist sýna upplýsingar um næstu plötu Beyoncé.

Nú hefur komið í ljós að upplýsingarnar á skjalinu, um nýja hljóðversplötu Beyoncé virðast ekki vera réttar. Það er hins vegar ný safnplata á leiðinni frá söngkonunni sem inniheldur tvö ný lög, 7/11 og Ring Off.  Pakkinn inniheldur tvo geisladiska og tvo DVD-diska með tónleikaupptökum, myndböndum og endurhljóðblöndunum.

Það sem gerir málið örlítið dularfullt er að samkvæmt falsaða skjalinu áttu lögin Donk, með Nicki Minaj, og Cherry með Rihönnu, að vera á nýju plötunni. Í fyrstu virðast lögin vera skáldskapur þess sem falsaði skjalið en vefsíðan Vulture hefur nú greint frá að lögin hafi veri skráð hjá samtökum lagahöfunda í Bandaríkjunum.

Þannig að lögin eru mögulega væntanleg.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing